Composer - Tónskáld



Be Silent, Bickering and Discord / Þagnið dægurþras og rígur, for TTBB (2011)

Minningarljóð HH um Jón Sigurðsson á hundrað ára afmæli hans,    17.júní 1911

Þagnið, dægurþras og rígur!
Þokið, meðan til vor flýgur 
örninn mær, sem aldrei hnígur 
íslenskt meðan lifir blóð:
minning kappans, mest sem vakti
manndáð lýðs og sundrung hrakti,
fornar slóðir frelsis rakti,
fann og ruddi brautir þjóð.
Fagna, Ísland, fremstum hlyni
frama þíns, á nýrri öld,
magna Jóni Sigurðssyni
sigurfull og þakkargjöld!
 
Vopnum öldungs anda búinn,
öllu röngu móti snúinn,
hreinni ást til ættlands knúinn,
aldrei hugði’ á sjálfs sín gagn.
Fætur djúpt í fortíð stóðu,
fast í samtíð herðar óðu,
fránar sjónir framtíð glóðu.
Fylti viljann snildar magn.
Hulinn kraft úr læðing leysti,
lífgaði von og trú á rjett.
Frelsisvirkin fornu reisti,
framtíð þjóðar mark ljet sett.
 
Ísland, þakka óskasyni,
endurreisnar fremstum hlyni,
þakka Jóni Sigurðssyni,
sem þjer lyfti mest og best.
Sjást mun eftir aldir næstu
enn þá ljós af starfi glæstu.
Nær sem marki nær þú hæstu
nafn  hans ljómar æðst og mest.
Gleðji Drottinn frömuð frelsis,
fósturjarðar sverð og skjöld! 
Lagabætir, brjótur helsis,
blessist starf þitt öld af öld!
 
( Úr  Ljóða-bók eftir Hannes Hafstein , önnur útgáfa, gefin út í Reykjavík  1925 af Þorsteini Gíslasyni, Gutenberg bls.36-9)