Composer - Tónskáld



Þú ein / You Alone

Hinna spor
hurfu fljótt í túninu
og fölnað grasið
felur þau gleymsku.
Engin slóð nær hingað 
heim, upp að bænum
önnur en þín, sígræn.
Þar býr sumarið alla tíð.
Hún er sál minni vegur.
Því má veturinn koma 
sem mín bíður.
 
Hannes Pétursson